fbpx

Jólasveinabúningar

Höfum til leigu vandaða jólasveinabúninga í mörgum stærðum. Erum með tvær gerðir, þessa rauðu hefðbundnu og þessa gömlu íslensku. Einnig eigum við líka eina Grýlu.  Við höfum mikla reynslu af jólasveinafatnaði þar sem alvöru jólasveinarnir koma með fötin sín í viðgerð hjá okkur.

Það sem fylgir er búningurinn, húfa, skegg og poki. Einnig eigum við einhverja tréstafi sem gætu fylgt með. Stígvel fylgja ekki.

Vikuleiga á stökum búning kostar 10.000 kr. 15.000 kr. greiðast þegar búningur er sóttur og 5.000 kr. fást tilbaka þegar skilað er. Hafið samband á saumsprettan@saumsprettan.is fyrir nánari upplýsingar og tilboð ef leigja á marga búninga.

Pin It on Pinterest